Prenta

Dagur leikskólans

Date: Föstudagur, Febrúar 06, 2015 14:00 - 15:00

Vakin er athygli á Degi leikskólans sem haldinn verður hátíðlegur í áttunda sinn þann 6. febrúar 2015. Samstarfsaðilar um Dag leikskólans eru Félag leikskólakennara, Félag stjórnenda leikskóla, Samband íslenskra sveitarfélaga, mennta- og menningarmálaráðuneytið og Heimili og skóli – landssamtök foreldra.

Á Degi leikskólans síðastliðin tvö ár hefur viðurkenningin Orðsporið verið veitt þeim sem þótt hafa skarað fram úr í að efla orðspor leikskólastarfs í landinu og unnið ötullega í þágu leikskóla og/eða leikskólabarna.

Árið 2013 var Orðsporið veitt Súðavíkurhreppi , Kristínu Dýrfjörð og Margréti Pálu Ólafsdóttur

.Árið 2014 fengu aðstandendur þróunarverkefnisins „Okkar mál" Orðsporið.