Leikskólinn Engjaborg

  • Forsíða
  • Leikskólinn
    • Um Engjaborg
    • Fréttasafn
    • Hagnýtar upplýsingar
    • Stefna og starfsáætlun
    • Leikskólastarf
    • Starfsfólk
    • Deildir
      • Norðurengi
      • Austurengi
      • Vesturengi
      • Suðurengi
    • Dagatal
    • Krækjur
      • Skóla- og frístundasviðSkóla- og frístundasvið
      • Rafræn ReykjavíkRafræn Reykjavík
      • List og menning í leikskólastarfiList og menning í leikskólastarfi
      • Fjölmenning í leikskólumFjölmenning í leikskólum
      • ForeldravefurForeldravefur
    • Sérkennsla
    • Eldhús
      • Eldhús
      • Matseðill
      • Starfsfólk
  • Foreldrar
    • Foreldrafélag
    • Foreldraráð
    • Foreldrar
  • Myndasafn

Leikskólinn Engjaborg

  • Forsíða
  • Leikskólinn
    • Um Engjaborg
    • Fréttasafn
    • Hagnýtar upplýsingar
    • Stefna og starfsáætlun
    • Leikskólastarf
    • Starfsfólk
    • Deildir
      • Norðurengi
      • Austurengi
      • Vesturengi
      • Suðurengi
    • Dagatal
    • Krækjur
      • Skóla- og frístundasviðSkóla- og frístundasvið
      • Rafræn ReykjavíkRafræn Reykjavík
      • List og menning í leikskólastarfiList og menning í leikskólastarfi
      • Fjölmenning í leikskólumFjölmenning í leikskólum
      • ForeldravefurForeldravefur
    • Sérkennsla
    • Eldhús
      • Eldhús
      • Matseðill
      • Starfsfólk
  • Foreldrar
    • Foreldrafélag
    • Foreldraráð
    • Foreldrar
  • Myndasafn

Sérkennsla

Sérkennsla í leikskólanum.

Sérkennslan í leikskólanum hefur verið í sífelldri þróun hvert ár og gengið vel. Haustið 2013 tók til starfa sérkennslustjóri og að hausti 2014 hóf starf þroskaþjálfi. Fjöldi barna hefur verið mismunandi á hverju ári.

Gildismat sérkennslunnar er að tekið er á móti öllum börnum á þeirra forsendum. Sérkennslan byggir á þeirri skoðun að börn hafi mismunandi þarfir, hæfni, getu,reynslu og þroska. Hver einstaklingur er metinn út frá hæfileikum sínum en ekki því sem hann getur ekki. Öll börn hafa þörf fyrir samneyti við önnur börn, jafnaldra sem og eldri / yngri börn. Leikskólinn aðlagar sig eftir mætti að þörfum hvers barns svo það fái notið sín. Þess er sérstaklega gætt að börn sem njóta sérkennslu einangrist ekki frá barnahópnum og að þau fái notið eðlilegra félagslegra tengsla. Hornsteinn leikskólagöngunnar er ma. félagslegur tilgangur, félagsmótunin sem á sér stað og þær fyrirmyndir sem börnin eru hvort öðru sem og kennsla í hversdaglegu umhverfi sem er mikilvægur
hluti leikskóladvalarinnar.

 

Markmið sérkennslunnar.

Markmið með sérkennslu í Engjaborg er að :

- styðja barnið þannig að það geti notið leikskóladvalar sinnar.

- skapa aðstöðu svo barnið geti þroskast sem best á eigin forsendum.

- barnið nái tökum á helstu hugtökum og táknum hvað varðar samskipti.

- barnið nái að tileinka sér það sem er rétt og rangt.

Ef grunur vaknar hjá kennurum skólans um að barn víki frá eðlilegum þroska á einhverju sviðið ber þeim að hlutast til um málið. Þetta á einnig við ef kennari telur að félagslega aðstæður barnsins hamli að einhverju leiti þroskamöguleikum þess. Mikilvægt er að markviss íhlutun hefjist strax og grunur vaknar, ekki sé beðið staðfestingar á þroskafráviki. Sérkennslustjóri sem starfar innan leikskólans kemur þar strax að málum.

Í foreldraviðtali er leitað eftir samþykki og samstarfi við foreldra og rætt hvaða leiðir eru færa til að örva þroska barnsins og hvers vegna. Leikskólinn getur kallað eftir þjónustu frá þjónustumiðstöðinni Miðgarði s.s. sérfræðinga innan þessa markhóps, talkennara, iðjuþjálfa og sálfræðing gerist þess þörf. Viðkomandi sérfræðingur gerir þá formlega athugun á þroska barnsins með viðeigandi þroskaprófi eða matstæki. Slíkt mat fer fram með þátttöku foreldra. Niðurstöður athugunar eru ræddar við foreldra og vinnan með barnið er skilgreind nánar á þar til gerðum teymisfundum.

Fjölskyldan og sérkennslan innan leikskólans Engjaborg

Við upphaf leikskólagöngu og þjálfun innan sérkennslunar, hefur verið lagður hornsteinn að góðu samstarfi við foreldra. Þar gefst foreldrum tækifæri á að kynnast starfi sérkennslunar og fylgjast náið með langtíma / skammtíma markmiðum sem lögð eru upp með barninu og foreldrum þess.

Teymisfundir eru haldnir á c.a 6 vikna fresti þar sem farið er yfir einstaklingskrá hvers og eins og markmiðum breytt ef á þarf að halda. Dagleg samskipti þurfa að einkennast af vilja til samvinnu og virðingu fyrir tilfinningum og skoðunum barna, foreldra, leikskólakennara, þroskaþjálfa og öðru starfsfólki leikskólans. Heildaráætlun sérkennslunar er í sífelldri skoðun í leikskólanum Engjaborg.

Til grundvallar þeirri vinnu sem unnin er, er símat í gangi fyrir hvern og einn einstakling þar sem farið er þá yfir námsleiðir, þroska og velferð barnanna. Upplýsingarnar eru notaðar til að styðja enn frekar við nám barnsins.

Leiðarljós sérkennslunar

Leiðarljós sérkennslunar innan leikskólans Engjaborg er að við leggjum áherslu á sjálfstæði og frumkvæði barnsins og einnig að barnið taki ábyrgð á sjálfum sér.

Sérkennslustjóri ásamt þroskaþjálfa koma inn á deildir til ráðgjafar og eftirfylgni barna sem á þurfa að halda. Unnið er eftir lögum um málefni fatlaðra nr 59 /1992 eins og kostur er.

 

 

Leikskólinn Engjaborg

Reyrengi 11, 112 Reykjavík
Sími: 411-3950
This e-mail address is being protected from spambots. You need JavaScript enabled to view it.
Sendu okkur póst
Innskráning